Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:00 Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24