Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:00 Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24