Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. febrúar 2019 20:43 Frumvarp um kynrænt sjálfræði birtist fyrir skemmstu í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer fyrir frumvarpinu og meðal annars er markmiðið að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þar sem eigin skilningur á kynvitund er grundvöllur opinberrar skráningar. Í frumvarpinu má finna ákvæði sem heimilar fólki eldra en 15 ára að breyta kynskráningu sinni einu sinni í þjóðskrá. Ekki er gerð krafa um meðferðir í heilbrigðiskerfinu til að breyta kynskráningu. Börn geta fengið skráningu sinni breytt með heimild foreldra. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir mikla réttarbót felast í frumvarpinu fyrir trans- og intersex fólk. „Það sem að þetta frumvarp myndi í raun gera fólki kleift að gera er að breyta kynskráningu sinni sjálft þegar það er tilbúið til þess og þurfa ekki þá að bíða í ferli hjá transteyminu í eitt og hálft til tvö ár eftir því að fá breytingu á kynskráningu sinni.“ Þá er í frumvarpinu sú nýbreytni að einstaklingar geta skráð sig kynhlutlausa. Það væri til dæmis merkt sem "X" í vegabréfi til að gefa til kynna að viðkomandi er með kynhlutlausa skráningu. Þetta fyrirkomulag þekkist annars staðar og hefur gefist vel. „Þannig að við erum í rauninni bara að stíga þetta skref vonandi í takt við það sem er að gerast í kringum okkur og færa þarna hópum einstaklinga þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með skilríki og vera viðurkennd af hinu opinbera í samræmi við það sem þau eru. Þetta er ákvörðun sem fólk tekur að yfirlögðu ráði, einu sinni, og það eru sárafá, ef nokkur, dæmi þess að fólk sé að nota þetta í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir María Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Frumvarp um kynrænt sjálfræði birtist fyrir skemmstu í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer fyrir frumvarpinu og meðal annars er markmiðið að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þar sem eigin skilningur á kynvitund er grundvöllur opinberrar skráningar. Í frumvarpinu má finna ákvæði sem heimilar fólki eldra en 15 ára að breyta kynskráningu sinni einu sinni í þjóðskrá. Ekki er gerð krafa um meðferðir í heilbrigðiskerfinu til að breyta kynskráningu. Börn geta fengið skráningu sinni breytt með heimild foreldra. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir mikla réttarbót felast í frumvarpinu fyrir trans- og intersex fólk. „Það sem að þetta frumvarp myndi í raun gera fólki kleift að gera er að breyta kynskráningu sinni sjálft þegar það er tilbúið til þess og þurfa ekki þá að bíða í ferli hjá transteyminu í eitt og hálft til tvö ár eftir því að fá breytingu á kynskráningu sinni.“ Þá er í frumvarpinu sú nýbreytni að einstaklingar geta skráð sig kynhlutlausa. Það væri til dæmis merkt sem "X" í vegabréfi til að gefa til kynna að viðkomandi er með kynhlutlausa skráningu. Þetta fyrirkomulag þekkist annars staðar og hefur gefist vel. „Þannig að við erum í rauninni bara að stíga þetta skref vonandi í takt við það sem er að gerast í kringum okkur og færa þarna hópum einstaklinga þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með skilríki og vera viðurkennd af hinu opinbera í samræmi við það sem þau eru. Þetta er ákvörðun sem fólk tekur að yfirlögðu ráði, einu sinni, og það eru sárafá, ef nokkur, dæmi þess að fólk sé að nota þetta í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir María
Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira