„Á ekki að vera hægt að koma inn og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 24. febrúar 2019 21:28 Sebastian var mættur í búningi ÍR s2 sport Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019 Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira