„Á ekki að vera hægt að koma inn og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 24. febrúar 2019 21:28 Sebastian var mættur í búningi ÍR s2 sport Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019 Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019
Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti