Telur "árás“ á Áttuna vera markaðsherferð Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 23:29 Huldumaður birtist í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlareikningum hópsins. Skjáskot Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019 Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019
Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09