Við höfum öll hlutverk – verndum börn samfélagsins Ellen Calmon skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun