Viðskipti erlent

Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi

Visa Europe tapaði rúmlega 40 milljónum kr. á falli Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi þegar að bankinn féll í kjölfar bankahrunsins á Íslandi.

Þetta kemur m.a. fram í umfjöllun Financial Times í dag um rekstur Visa Europe á síðasta ári en þetta kortafyrirtæki er eitt hið stærsta í Evrópu og í sameigninlegri eigu fjölda banka í álfunni.

Tap Visa Europe á Singer & Friedlander stafar af því að fyrirtækið varð að grípa inn í og tryggja ábyrgðir viðskiptavina sinna sem átt höfðu kortaviðskipti við bankann.

Annars kemur á óvart að kortanotkun hjá Visa Europe jókst um 10% á síðasta ári þrátt fyrir fjármálakreppuna. Að vísu dróst notkunin aðeins saman á síðasta ársfjórðung ársins en var samt 5% meiri en á sama tímabili árið áður.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×