Körfubolti

Toronto skellti Boston

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kawhi Leonard
Kawhi Leonard vísir/getty
Vandræði Boston Celtics halda áfram en liðið steinlá fyrir Toronto Raptors á útivelli í nótt.

Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto og Kawhi Leonard 21 í 118-95 sigri. Grunnurinn að sigrinum var lagður í öðrum leikhluta þegar heimamenn völtuðu yfir þá grænu. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig en leyfðu heimamönnum að setja 36 á meðan.

Þetta var þriðji tapleikur Celtics í röð sem hefur ekki unnið leik síðan hlé var gert á deildinni vegna Stjörnuleiksins.

Marcus Smart segir liðið ekki nógu tengt. „Við erum ekki að vinna þetta saman. Allir verða að vera á sömu blaðsíðu og gera sömu hlutina á sama tíma.“





Leikmenn New York Knicks náðu loksins að vinna á heimavelli í fyrri nótt og nú geta þeir ekki hætt því liðið vann endurkomusigur á Orlando Magic í nótt.

Emmanuel Mudiay, Mitchell Robinson og restin af varamönnum New York sáu til þess að Knicks færi með sigur en bekkur Knicks skoraði 75 stig af þeim 108 sem liðið gerði í leiknum. Á meðan setti bekkurinn hjá Orlando bara 7.

Heimamenn eltu allan leikinn þar til aðeins um þrjár mínútur voru eftir og Robinson kom þeim yfir af vítalínunni 101-100. Leikurinn endaði í 108-103 sigri.





Í Denver fóru heimamenn í Nuggets með sigur á Oklahoma City Thunder í toppslag í Vesturdeildinni.

Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver, þar af fimm af vítalínunni í lokin. Hann var hársbreidd frá þrennu með 10 stoðsendingar og 9 fráköst.

Þetta var fimmti sigur Denver í röð sem er sigri á eftir Golden State Warriors á toppi Vesturdeildarinnar.





Úrslit næturinnar:

New York Knicks - Orlando Magic 108-103

Toronto Raptors - Boston Celtics 118-95

Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×