Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 17:59 Inga Sæland og Njáll Trausti Friðbertsson ræddu málið á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag virtust hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið 150 milljóna króna framlag frá ríkinu sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. Líkt og kom fram á Vísi í gær mun göngudeild SÁÁ verða lokað ótímabundið frá og með morgundeginum. Í samtali við Vísi í gær sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, að félagið þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti og ekkert bólaði á 150 milljóna króna viðbótarframlagi frá ríkinu sem Alþingi samþykkti fyrir áramót, meðal annars til reksturs göngudeilda SÁÁ. „Í fjárlögum fyrir árið 2019 sem við samþykktum í desember var mjög skýrt tekið fram að 150 milljónir ættu að fara til göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Það fór ekkert á milli mála í umræðunni í fjárlaganefnd þar sem við afgreiddum að það ætti að fara með 150 milljónir í þá starfsemi sem snýr að göngudeildum á Akureyri og í Reykjavík,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.Sagði hann fréttirnar hafa komið sér mjög á óvart og hvatti hann SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands til þess að ná samkomulagi um hvernig nýta eigi viðbótarfjármagnið sem eyrnamerkt var SÁÁ.Með ólíkindum segir Inga Sæland Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti einnig athygli á þessu máli í sömu umræðum.„Enn bíður Sjúkrahúsið Vogur eftir því að fá úthlutað því fjármagni sem við töldum að við hefðum verið að veita til starfseminnar þar rétt fyrir jólin. Það var ákall úti í samfélaginu,“ sagði Inga. „Það er með ólíkindum að við skulum horfa upp á það í dag, í vaxandi fíkniefnavanda, að bráðaþjónustunni sé sent langt nef og sýnd fyrirlitning eins og raun ber vitni hér og nú.“Undir orð Ingu tók Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði fregnirnar af lokun göngudeildarinnar sláandi.„Það eru mjög sláandi fréttir að verið sé að loka göngudeildum og að þeir peningar, sem merktir voru því að stytta biðlistana á Vogi, að við héldum, eða alla vega ég þegar ég greiddi atkvæði hér fyrir jólin um þessar 150 milljónir, eru ekki merktir því beint heldur einhverju í sambandi við göngudeildir. En samt er það einhvern veginn í stíflu þannig að það á líka að fara að loka þeim,“ sagði Sigurður Páll.Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem send var út í dag segir að það komi ráðuneytinu á óvart að ákveðið hafi verið að loka göngudeildinni á Akureyri. Unnið sé að gerð samnings um þjónustuna og það sé vonráðuneytisins að viðræður á milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands haldi áfram. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag virtust hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið 150 milljóna króna framlag frá ríkinu sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. Líkt og kom fram á Vísi í gær mun göngudeild SÁÁ verða lokað ótímabundið frá og með morgundeginum. Í samtali við Vísi í gær sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, að félagið þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti og ekkert bólaði á 150 milljóna króna viðbótarframlagi frá ríkinu sem Alþingi samþykkti fyrir áramót, meðal annars til reksturs göngudeilda SÁÁ. „Í fjárlögum fyrir árið 2019 sem við samþykktum í desember var mjög skýrt tekið fram að 150 milljónir ættu að fara til göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Það fór ekkert á milli mála í umræðunni í fjárlaganefnd þar sem við afgreiddum að það ætti að fara með 150 milljónir í þá starfsemi sem snýr að göngudeildum á Akureyri og í Reykjavík,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.Sagði hann fréttirnar hafa komið sér mjög á óvart og hvatti hann SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands til þess að ná samkomulagi um hvernig nýta eigi viðbótarfjármagnið sem eyrnamerkt var SÁÁ.Með ólíkindum segir Inga Sæland Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti einnig athygli á þessu máli í sömu umræðum.„Enn bíður Sjúkrahúsið Vogur eftir því að fá úthlutað því fjármagni sem við töldum að við hefðum verið að veita til starfseminnar þar rétt fyrir jólin. Það var ákall úti í samfélaginu,“ sagði Inga. „Það er með ólíkindum að við skulum horfa upp á það í dag, í vaxandi fíkniefnavanda, að bráðaþjónustunni sé sent langt nef og sýnd fyrirlitning eins og raun ber vitni hér og nú.“Undir orð Ingu tók Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði fregnirnar af lokun göngudeildarinnar sláandi.„Það eru mjög sláandi fréttir að verið sé að loka göngudeildum og að þeir peningar, sem merktir voru því að stytta biðlistana á Vogi, að við héldum, eða alla vega ég þegar ég greiddi atkvæði hér fyrir jólin um þessar 150 milljónir, eru ekki merktir því beint heldur einhverju í sambandi við göngudeildir. En samt er það einhvern veginn í stíflu þannig að það á líka að fara að loka þeim,“ sagði Sigurður Páll.Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem send var út í dag segir að það komi ráðuneytinu á óvart að ákveðið hafi verið að loka göngudeildinni á Akureyri. Unnið sé að gerð samnings um þjónustuna og það sé vonráðuneytisins að viðræður á milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands haldi áfram.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20