Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2019 18:15 Jeff Bezos, stofnandi Amazon og ríkasti maður heims. AP/Cliff Owen Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. Þetta hefur Daily Beast eftir heimildarmönnum sínum innan Emerican Media Incorporated, AMI, móðurfélags National Enquirer. Tímaritið kom upp um framhjáhald Bezos og Sanchez og í kjölfarið hefur Bezos sakaði forsvarsmenn Enquirer um kúgun.Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu og er útgefandi National Enquirer, David Pecker, náinn vinur forsetans. Eftir að upp komst um framhjáhald Bezos og voru vangaveltur uppi um hvort umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Bezos sagði frá því á dögunum að lögmaður AMI hefði sent sér tölvupósta þar sem hann krafðist þess að Bezos myndi lýsa því yfir opinberlega að umfjöllunin ætti ekki pólitískar rætur. Annars myndi blaðið birta vandræðalegar myndir af Bezos og þar á meðan sjálfsmynd neðan beltis, svokallaða „dick-pick“ eins og það var orðað í póstinum, samkvæmt Bezos.Í kjölfar umfjöllunar National Enquirer hóf Bezos eigin rannsókn á því hvernig AMI kom höndum yfir skilaboðin og myndirnar. Þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að lekanum er nú lokið samkvæmt Daily Beast. Þá segir miðillinn að rannsakandi Bezos hafi komið þeim gögnum sem hann aflaði í hendur lögreglu. Hann vildi þó ekki segja frá niðurstöðum sínum.Margir heimildarmenn benda á bróðirinn Daily Beast vísar þó í nokkra heimildarmenn innan AMI og sérstaklega einn sem hefur rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins um málið og segist hann fullviss um að Michael Sanchez hafi lekið skilaboðunum og myndunum til AMI. Þá sagði Elkan Abromowitz ,lögmaður fyrirtækisins, í sjónvarpsviðtali í gær að National Enquirer hefði fengið upplýsingar frá heimildarmanni sem hafi lengi útvegað miðlinum upplýsingar og þekkti vel til bæði Lauru Sanchez og Jeff Bezos.Devid Pecker, útgefandi Nationa Enquirer og framkvæmdastjóri AMI.AP/Marion CurtisSvo virðist sem að blaðamenn Daily Beast hafi komið höndum yfir tölvupósta á milli starfsmanna Ami og Michael Sanchez hafi talið að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi vitað af umfjölluninni og kunnað að meta hana. Það hefur áður komið fram hjá Daily Beast að Michael Sanchez hafi átt í persónulegum samskiptum við nokkra af helstu bandamönnum Trump eins og Roger Stone og Carter Page.Ekki kúgun heldur „viðræður“ Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana. Saksóknarar kanna nú hvort tilefni sé til að ógilda sáttina. Abromowitz, lögmaður AMI, þvertekur fyrir að starfsmenn AMI hafi reynt að kúga Bezos með því að hóta að birta viðkvæmar myndir af honum. Þess í stað sagði hann að um hefðbundnar lagalegar viðræður hafi verið um að ræða. „Það er algjörlega ekki glæpur að einfaldlega biðja einhvern um að segja sannleikann. Segðu sannleikann um að þessi umfjöllun eigi ekki pólitískar rætur og við munum ekki birta fleiri greinar,“ sagði Abramowitz í gær. Amazon Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. Þetta hefur Daily Beast eftir heimildarmönnum sínum innan Emerican Media Incorporated, AMI, móðurfélags National Enquirer. Tímaritið kom upp um framhjáhald Bezos og Sanchez og í kjölfarið hefur Bezos sakaði forsvarsmenn Enquirer um kúgun.Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu og er útgefandi National Enquirer, David Pecker, náinn vinur forsetans. Eftir að upp komst um framhjáhald Bezos og voru vangaveltur uppi um hvort umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Bezos sagði frá því á dögunum að lögmaður AMI hefði sent sér tölvupósta þar sem hann krafðist þess að Bezos myndi lýsa því yfir opinberlega að umfjöllunin ætti ekki pólitískar rætur. Annars myndi blaðið birta vandræðalegar myndir af Bezos og þar á meðan sjálfsmynd neðan beltis, svokallaða „dick-pick“ eins og það var orðað í póstinum, samkvæmt Bezos.Í kjölfar umfjöllunar National Enquirer hóf Bezos eigin rannsókn á því hvernig AMI kom höndum yfir skilaboðin og myndirnar. Þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að lekanum er nú lokið samkvæmt Daily Beast. Þá segir miðillinn að rannsakandi Bezos hafi komið þeim gögnum sem hann aflaði í hendur lögreglu. Hann vildi þó ekki segja frá niðurstöðum sínum.Margir heimildarmenn benda á bróðirinn Daily Beast vísar þó í nokkra heimildarmenn innan AMI og sérstaklega einn sem hefur rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins um málið og segist hann fullviss um að Michael Sanchez hafi lekið skilaboðunum og myndunum til AMI. Þá sagði Elkan Abromowitz ,lögmaður fyrirtækisins, í sjónvarpsviðtali í gær að National Enquirer hefði fengið upplýsingar frá heimildarmanni sem hafi lengi útvegað miðlinum upplýsingar og þekkti vel til bæði Lauru Sanchez og Jeff Bezos.Devid Pecker, útgefandi Nationa Enquirer og framkvæmdastjóri AMI.AP/Marion CurtisSvo virðist sem að blaðamenn Daily Beast hafi komið höndum yfir tölvupósta á milli starfsmanna Ami og Michael Sanchez hafi talið að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi vitað af umfjölluninni og kunnað að meta hana. Það hefur áður komið fram hjá Daily Beast að Michael Sanchez hafi átt í persónulegum samskiptum við nokkra af helstu bandamönnum Trump eins og Roger Stone og Carter Page.Ekki kúgun heldur „viðræður“ Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana. Saksóknarar kanna nú hvort tilefni sé til að ógilda sáttina. Abromowitz, lögmaður AMI, þvertekur fyrir að starfsmenn AMI hafi reynt að kúga Bezos með því að hóta að birta viðkvæmar myndir af honum. Þess í stað sagði hann að um hefðbundnar lagalegar viðræður hafi verið um að ræða. „Það er algjörlega ekki glæpur að einfaldlega biðja einhvern um að segja sannleikann. Segðu sannleikann um að þessi umfjöllun eigi ekki pólitískar rætur og við munum ekki birta fleiri greinar,“ sagði Abramowitz í gær.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20