Nægir stafræn færni Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Samhengi hlutanna er yfirleitt það að rétti fylgir skylda og að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Við erum iðulega minnt á þetta þegar við stöndum frammi fyrir áhugaverðum tækifærum eða áskorunum og sú er líka raunin þegar við tökumst á við stafrænan veruleika sem verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi okkar og starfi. Þarna eru tækifæri sem geta aukið lífsgæði okkar ef rétt er á spilum haldið. Á sama tíma og við erum að takast á við stafræna veruleikann mætum við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði. Störf sem við höfum þekkt um árabil hverfa, önnur þróast og ný verða til. Starfsmaður framtíðarinnar þarf að mæta annars konar kröfum um færni en áður. Á lista yfir mikilvægustu færni starfsmanns framtíðarinnar má finna atriði á borð við samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðaða hugsun. Áherslur á listum sem þessum gefa sterkar vísbendingar um að menntun muni felast í þjálfun á færni fremur en miðlun á svörum og utanbókarlærdómi. Kennsluumhverfi þarf að móta með þeim hætti að þessi þjálfun fari fram. Á síðustu árum höfum við séð jákvæða þróun á mörgum sviðum tengt stafrænni tækni og sannarlega hefur hún skapað tækifæri í skólastarfi líkt og annars staðar. Tækifærin felast m.a. í fjarnámi af ýmsu tagi, einstaklingsmiðuðu námi sem þýðir að hver og einn getur unnið á sínum hraða í verkefnum. Fyrirlestrar eru teknir upp svo nemendur sem ekki sækja kennslustundir geti fylgst með á netinu og jafnframt skilað þar í gegn verkefnum. Í mörgum tilfellum leysir þetta vanda og gerir einstaklingum kleift að sækja nám sem þeir ekki hefðu getað sótt með hinum hefðbundna hætti. Það er mikilvægt að við stöldrum við og rýnum með hvaða hætti þessi þróun kallast á við nauðsynlega færni starfsmanns framtíðarinnar. Námsumhverfi framtíðarinnar verður að mótast af fyrirsjáanlegum þörfum á vinnumarkaði og í því verða að skapast aðstæður sem styðja þjálfun á þeirri færni sem nauðsynleg verður. Þar er mikilvægt að horfa til þess að stafræn þróun leiði ekki til þess að nemendur fjarlægist þessar aðstæður eða fái með takmörkuðum hætti að þjálfa félagslega færni og aðra færniþætti sem varla verða, frekar en sund, þjálfaðir með lestri bóka eða spjaldtölva. Lykillinn að árangri í lífi og starfi verður áfram gjöful samskipti, samstarf, sköpun og tilfinningagreind. Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu 14. febrúar verður m.a. fjallað um kennslustofu framtíðarinnar og stöðu okkar í læsi. Rétt nýting á stafrænni tækni í menntakerfinu er sameiginlegt tækifæri okkar allra. Nýtum það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samhengi hlutanna er yfirleitt það að rétti fylgir skylda og að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Við erum iðulega minnt á þetta þegar við stöndum frammi fyrir áhugaverðum tækifærum eða áskorunum og sú er líka raunin þegar við tökumst á við stafrænan veruleika sem verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi okkar og starfi. Þarna eru tækifæri sem geta aukið lífsgæði okkar ef rétt er á spilum haldið. Á sama tíma og við erum að takast á við stafræna veruleikann mætum við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði. Störf sem við höfum þekkt um árabil hverfa, önnur þróast og ný verða til. Starfsmaður framtíðarinnar þarf að mæta annars konar kröfum um færni en áður. Á lista yfir mikilvægustu færni starfsmanns framtíðarinnar má finna atriði á borð við samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðaða hugsun. Áherslur á listum sem þessum gefa sterkar vísbendingar um að menntun muni felast í þjálfun á færni fremur en miðlun á svörum og utanbókarlærdómi. Kennsluumhverfi þarf að móta með þeim hætti að þessi þjálfun fari fram. Á síðustu árum höfum við séð jákvæða þróun á mörgum sviðum tengt stafrænni tækni og sannarlega hefur hún skapað tækifæri í skólastarfi líkt og annars staðar. Tækifærin felast m.a. í fjarnámi af ýmsu tagi, einstaklingsmiðuðu námi sem þýðir að hver og einn getur unnið á sínum hraða í verkefnum. Fyrirlestrar eru teknir upp svo nemendur sem ekki sækja kennslustundir geti fylgst með á netinu og jafnframt skilað þar í gegn verkefnum. Í mörgum tilfellum leysir þetta vanda og gerir einstaklingum kleift að sækja nám sem þeir ekki hefðu getað sótt með hinum hefðbundna hætti. Það er mikilvægt að við stöldrum við og rýnum með hvaða hætti þessi þróun kallast á við nauðsynlega færni starfsmanns framtíðarinnar. Námsumhverfi framtíðarinnar verður að mótast af fyrirsjáanlegum þörfum á vinnumarkaði og í því verða að skapast aðstæður sem styðja þjálfun á þeirri færni sem nauðsynleg verður. Þar er mikilvægt að horfa til þess að stafræn þróun leiði ekki til þess að nemendur fjarlægist þessar aðstæður eða fái með takmörkuðum hætti að þjálfa félagslega færni og aðra færniþætti sem varla verða, frekar en sund, þjálfaðir með lestri bóka eða spjaldtölva. Lykillinn að árangri í lífi og starfi verður áfram gjöful samskipti, samstarf, sköpun og tilfinningagreind. Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu 14. febrúar verður m.a. fjallað um kennslustofu framtíðarinnar og stöðu okkar í læsi. Rétt nýting á stafrænni tækni í menntakerfinu er sameiginlegt tækifæri okkar allra. Nýtum það vel.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun