Verða að upplýsa hverjir tilkynntu meint annarlegt ástand læknis í útkalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Læknirinn var á bakvakt er hann var kallaður í útkall. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira