Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Birgir Tjörvi Pétursson héraðsdómslögmaður. Fréttablaðið/Stefán Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, héraðsdómslögmanns og eins eigenda Lögmanna Lækjargötu. „Hafi einhverjir aðilar þurft að sæta slíku eiga þeir hinir sömu án nokkurs vafa rétt á því að fá endurgreiðslu eða bætur vegna tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir hann í samtali við Markaðinn og bætir við: „Þar að auki, í þeim tilfellum þar sem Seðlabankinn stundaði rannsóknarathafnir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu markmiði, vegna þess að nauðsynlegur lagagrundvöllur var ekki til staðar fyrir bankann, þá getur Seðlabankinn hæglega hafa bakað sér bótaábyrgð.“ Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, er farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Er meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Birgir Tjörvi segir að álit umboðsmanns sé sannarlega áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Þar sé lýst stjórnsýslu sem feli í sér alvarleg brot gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem hafi sætt rannsóknum að ósekju. Hann kveðst þekkja dæmi þess að Seðlabankinn hafi efnt til rannsókna á meintum brotum á gjaldeyrisreglum bankans eftir að starfsmönnum bankans hafi mátt vera orðið ljóst – meðal annars vegna mikilla breytinga á gjaldeyrislögum sem hafi þurft að ráðast í og afdráttarlausrar afstöðu ríkissaksóknara – að reglurnar hefðu ekki næga lagastoð. „Áfram hélt bankinn þó að efna til rannsókna á málefnum einstaklinga og fyrirtækja á tímabili þar sem hann hafði engar heimildir til þess. Það er mjög alvarlegt mál í mínum huga. Auðvitað hefði maður kosið að sjónarmið umboðsmanns hefðu komið fyrr fram. Honum er hins vegar vorkunn að einhverju leyti vegna þess sem hann bendir á, sem er jafnframt grafalvarlegt, að bankinn virðist hafa haldið frá honum upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi. Það veki sérstaka athygli hve hörðum orðum umboðsmaður fari um samskipti sín við Seðlabankann. Í þeim samskiptum hafi bankinn beitt rangfærslum og útúrsnúningum til þess að réttlæta gerðir sínar. „Mér kemur mikið á óvart hve lítið hefur verið gert með þessa þungu gagnrýni umboðsmanns. Spjótum hefur verið beint að stjórnvöldum undanfarið í málum sem telja má léttvægari, þar með talið að Seðlabankanum sjálfum, án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum málum. Miðað við þær auknu kröfur sem mér sýnist alls staðar verið að gera til stjórnvalda þessi misseri er ég hissa á hve vel þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyriseftirliti bankans hafa sloppið.“ Birtist í Fréttablaðinu Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, héraðsdómslögmanns og eins eigenda Lögmanna Lækjargötu. „Hafi einhverjir aðilar þurft að sæta slíku eiga þeir hinir sömu án nokkurs vafa rétt á því að fá endurgreiðslu eða bætur vegna tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir hann í samtali við Markaðinn og bætir við: „Þar að auki, í þeim tilfellum þar sem Seðlabankinn stundaði rannsóknarathafnir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu markmiði, vegna þess að nauðsynlegur lagagrundvöllur var ekki til staðar fyrir bankann, þá getur Seðlabankinn hæglega hafa bakað sér bótaábyrgð.“ Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, er farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Er meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Birgir Tjörvi segir að álit umboðsmanns sé sannarlega áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Þar sé lýst stjórnsýslu sem feli í sér alvarleg brot gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem hafi sætt rannsóknum að ósekju. Hann kveðst þekkja dæmi þess að Seðlabankinn hafi efnt til rannsókna á meintum brotum á gjaldeyrisreglum bankans eftir að starfsmönnum bankans hafi mátt vera orðið ljóst – meðal annars vegna mikilla breytinga á gjaldeyrislögum sem hafi þurft að ráðast í og afdráttarlausrar afstöðu ríkissaksóknara – að reglurnar hefðu ekki næga lagastoð. „Áfram hélt bankinn þó að efna til rannsókna á málefnum einstaklinga og fyrirtækja á tímabili þar sem hann hafði engar heimildir til þess. Það er mjög alvarlegt mál í mínum huga. Auðvitað hefði maður kosið að sjónarmið umboðsmanns hefðu komið fyrr fram. Honum er hins vegar vorkunn að einhverju leyti vegna þess sem hann bendir á, sem er jafnframt grafalvarlegt, að bankinn virðist hafa haldið frá honum upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi. Það veki sérstaka athygli hve hörðum orðum umboðsmaður fari um samskipti sín við Seðlabankann. Í þeim samskiptum hafi bankinn beitt rangfærslum og útúrsnúningum til þess að réttlæta gerðir sínar. „Mér kemur mikið á óvart hve lítið hefur verið gert með þessa þungu gagnrýni umboðsmanns. Spjótum hefur verið beint að stjórnvöldum undanfarið í málum sem telja má léttvægari, þar með talið að Seðlabankanum sjálfum, án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum málum. Miðað við þær auknu kröfur sem mér sýnist alls staðar verið að gera til stjórnvalda þessi misseri er ég hissa á hve vel þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyriseftirliti bankans hafa sloppið.“
Birtist í Fréttablaðinu Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira