Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2019 14:00 Frá Vogaskóla í morgun. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06