Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2019 15:15 Sigurður Jóhann Lövdal, eigandi Bílamarkaðarins, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Procar. Vísir/Vilhelm Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. Sjálfur hafi hann tilkynnt Haraldi Sveini Gunnarssyni, öðrum eiganda Procar, að þeir eigi að sækja bíla sína á bílasöluna. Þeir hafi selt sinn síðasta bíl frá Procar. Bílamarkaðurinn er ein fjölmargra bílasala sem hafa verið með bílaleigubíla frá Procar á sölu undanfarin ár. Procar hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæla í á annað hundrað bílum á árunum 2013 til 2015. Niðurfærslan hafi í flestum tilfellum numið 15-30 þúsund kílómetrum. „Tilgangurinn var að gera bíla fyrirtækisins auðseljanlegri en á þessum árum kom mikill fjöldi bíla á markaðinn frá bílaleigum og hörð samkeppni var um sölu á notuðum bílum til almennings. Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins,“ sagði í tilkynningu frá Björgvini Þorsteinssyni lögmanni sem send var út fyrir hönd Procar eftir sýningu þáttarins á þriðjudag.Grunaði Procar aldrei um neitt misjafnt Jóhann segir í samtali við Vísi að hann hafi verið í sambandi við Harald Svein eftir sýningu þáttarins. „Ég sagði fulltrúa Procar að ég vildi að þeir tækju alla bílana frá mér. Við seljum ekki meira fyrir þá. Þetta er bara trúnaðarbrestur. Við höfum selt bíla frá þeim í góðri trú,“ segir Jóhann Lövdal. Hann hafi aldrei grunað að maðkur væri í mysunni með bílana hjá Procar. „Hér á bæ er mönnum brugðið og finnst þeim hafa verið sviknir. Við erum dregnir inn í mál sem við hefðum aldrei tekið þátt í.“ Bílamarkaðurinn hafi hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. „Því liggur það í augum upp að við hefðum aldrei selt bíla fyrir þá sem og aðra sem stunda óheiðarleg viðskipti.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isÁfall fyrir alla Hann segir málið mikið áfall fyrir bílaleigur landsins og ekki síður bílasölurnar. Kaupendur bíla hjá honum hafi verið í sambandi. „Við höfum nú þegar hafið vinnu við að hafa upp á þeim viðskiptavinum sem hafa keypt bíla af Procar í gegnum Bílamarkaðinn og munum reyna að leiðbeina þeim að leita réttar síns eftir bestu getu. Meðal annars höfum bent fólki á að fara með bílana í umboðið og láta sannreyna að ekki hefði verið átt við mælana.“ Færri hafi haft samband en hann reiknaði, með en í bland hafi fólk sem keypti bíla nýlega hjá Bílamarkaðnum haft samband, áhyggjufullt yfir sínum bílum. Því sé það Bílamarkaðarins hjartans mál að setja sig í samband við sem flesta og upplýsa þá um stöðu mála. Hann skilji vel áhyggjur fólks og hvetji það til að fara í umboðið til að allt sé yfir vafa hafið.Líkur á að viðskiptavinir sneiði hjá kaupum á bílaleigubílum Jóhann segir kurr í öðrum bílaleigum. „Þetta er skelfilegt fyrir alla stéttina. Ég er búinn að heyra í nokkrum bílaleigum. Er óhætt að segja að þar ríki titringu innan þeirra raða, þar sem reikna má með minni sölu á bílaleigubílum á næstu misserum. Bílasalar eru ekki mikið sáttari. Bílasala á þessum tíma árs er venjulega róleg og er uppákoma sem þessi ekki beint að auðvelda fyrir. „Talsverðar líkur eru á að viðskiptavinir munu sneiða hjá kaupum á bílum í eigu bílaleiga.“Gunnar Björn Gunnarsson, annar eigandi Procar.Án þess vilja vera dómari götunnar þá telji hann það auga leið að uppákoma sem þessi eigi fullt erindi til lögreglu. Sitt sýnist hverjum um reglur sem skilja bílaleigubíla undan því að fara í skoðun fyrstu árin eftir sölu. „Með því að skoða bílaleigubíla einu sinni á ári má ætla að sé hægt að draga úr líkum á að atvik sem þetta komi upp.“Eigendur tjá sig ekkert Bræðurnir Haraldur Sveinn Gunnarsson og Gunnar Björn Gunnarsson eru eigendur Procar. Sigurður segir samskiptin við Procar hafa verið mest við þá bræður og Smára Hreiðarsson sem hafi séð um að selja bílana fyrir Procar.Í kjölfar umfjöllunar Kveiks á þriðjudaginn greindi Stundin frá því í gær að gögn sýndu fram á að ýmislegt í yfirlýsingunni stæðist ekki skoðun. Þannig hefði Gunnar Björn sjálfur átt við breytingar á kílómetramælinum og brotin hefðu að minnsta kosti teygt sig til árisns 2016. Breytingarnar hefðu í meirihluta tilfella verið nær 100 þúsund kílómetrum. Hvorki Haraldur Sveinn né Gunnar Björn hafa tjáð sig við fjölmiðla vegna málsins. Procar var vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar í gær. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. Sjálfur hafi hann tilkynnt Haraldi Sveini Gunnarssyni, öðrum eiganda Procar, að þeir eigi að sækja bíla sína á bílasöluna. Þeir hafi selt sinn síðasta bíl frá Procar. Bílamarkaðurinn er ein fjölmargra bílasala sem hafa verið með bílaleigubíla frá Procar á sölu undanfarin ár. Procar hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæla í á annað hundrað bílum á árunum 2013 til 2015. Niðurfærslan hafi í flestum tilfellum numið 15-30 þúsund kílómetrum. „Tilgangurinn var að gera bíla fyrirtækisins auðseljanlegri en á þessum árum kom mikill fjöldi bíla á markaðinn frá bílaleigum og hörð samkeppni var um sölu á notuðum bílum til almennings. Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins,“ sagði í tilkynningu frá Björgvini Þorsteinssyni lögmanni sem send var út fyrir hönd Procar eftir sýningu þáttarins á þriðjudag.Grunaði Procar aldrei um neitt misjafnt Jóhann segir í samtali við Vísi að hann hafi verið í sambandi við Harald Svein eftir sýningu þáttarins. „Ég sagði fulltrúa Procar að ég vildi að þeir tækju alla bílana frá mér. Við seljum ekki meira fyrir þá. Þetta er bara trúnaðarbrestur. Við höfum selt bíla frá þeim í góðri trú,“ segir Jóhann Lövdal. Hann hafi aldrei grunað að maðkur væri í mysunni með bílana hjá Procar. „Hér á bæ er mönnum brugðið og finnst þeim hafa verið sviknir. Við erum dregnir inn í mál sem við hefðum aldrei tekið þátt í.“ Bílamarkaðurinn hafi hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. „Því liggur það í augum upp að við hefðum aldrei selt bíla fyrir þá sem og aðra sem stunda óheiðarleg viðskipti.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isÁfall fyrir alla Hann segir málið mikið áfall fyrir bílaleigur landsins og ekki síður bílasölurnar. Kaupendur bíla hjá honum hafi verið í sambandi. „Við höfum nú þegar hafið vinnu við að hafa upp á þeim viðskiptavinum sem hafa keypt bíla af Procar í gegnum Bílamarkaðinn og munum reyna að leiðbeina þeim að leita réttar síns eftir bestu getu. Meðal annars höfum bent fólki á að fara með bílana í umboðið og láta sannreyna að ekki hefði verið átt við mælana.“ Færri hafi haft samband en hann reiknaði, með en í bland hafi fólk sem keypti bíla nýlega hjá Bílamarkaðnum haft samband, áhyggjufullt yfir sínum bílum. Því sé það Bílamarkaðarins hjartans mál að setja sig í samband við sem flesta og upplýsa þá um stöðu mála. Hann skilji vel áhyggjur fólks og hvetji það til að fara í umboðið til að allt sé yfir vafa hafið.Líkur á að viðskiptavinir sneiði hjá kaupum á bílaleigubílum Jóhann segir kurr í öðrum bílaleigum. „Þetta er skelfilegt fyrir alla stéttina. Ég er búinn að heyra í nokkrum bílaleigum. Er óhætt að segja að þar ríki titringu innan þeirra raða, þar sem reikna má með minni sölu á bílaleigubílum á næstu misserum. Bílasalar eru ekki mikið sáttari. Bílasala á þessum tíma árs er venjulega róleg og er uppákoma sem þessi ekki beint að auðvelda fyrir. „Talsverðar líkur eru á að viðskiptavinir munu sneiða hjá kaupum á bílum í eigu bílaleiga.“Gunnar Björn Gunnarsson, annar eigandi Procar.Án þess vilja vera dómari götunnar þá telji hann það auga leið að uppákoma sem þessi eigi fullt erindi til lögreglu. Sitt sýnist hverjum um reglur sem skilja bílaleigubíla undan því að fara í skoðun fyrstu árin eftir sölu. „Með því að skoða bílaleigubíla einu sinni á ári má ætla að sé hægt að draga úr líkum á að atvik sem þetta komi upp.“Eigendur tjá sig ekkert Bræðurnir Haraldur Sveinn Gunnarsson og Gunnar Björn Gunnarsson eru eigendur Procar. Sigurður segir samskiptin við Procar hafa verið mest við þá bræður og Smára Hreiðarsson sem hafi séð um að selja bílana fyrir Procar.Í kjölfar umfjöllunar Kveiks á þriðjudaginn greindi Stundin frá því í gær að gögn sýndu fram á að ýmislegt í yfirlýsingunni stæðist ekki skoðun. Þannig hefði Gunnar Björn sjálfur átt við breytingar á kílómetramælinum og brotin hefðu að minnsta kosti teygt sig til árisns 2016. Breytingarnar hefðu í meirihluta tilfella verið nær 100 þúsund kílómetrum. Hvorki Haraldur Sveinn né Gunnar Björn hafa tjáð sig við fjölmiðla vegna málsins. Procar var vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar í gær.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54