Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 20:08 Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17