Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum 15. febrúar 2019 14:32 Weld þótti fremur frjálslyndur repúblikani á sínum tíma. Í kosningabaráttunni árið 2016 kom hann Hillary Clinton meðal annars til varnar vegna rannsóknarinnar á tölvupóstum hennar. Vísir/EPA Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira