Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2019 06:30 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars Jónssonar. Vísir/Baldur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira