Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:15 Ólafur Örn Ólafsson segir málið tækifæri til að spýta í lófana. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn. Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn.
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30