Logi segir láglaunafólk munu nýta þessa viðbót til þess að stoppa í göt heimilsbókhaldsins en það dugi skammt. Þá telur hann breytingarnar frekar hafa átt að fara öll til lág- og millitekjuhópa.
„Þessir 14 milljarðar sem að aðgerðin kostar hefði betur öll farið til lág- og millitekjuhópa en ekki til þeirra sem hafa hæst launin. Hér er ekki um næga jöfnunaraðgerð að ræða og ekkert hróflað ofurlaunum eða fjármagnstekjum.“
Hér að neðan má lesa færslu Loga.