Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 19:42 Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30