Hristum upp í vinnutímamódelinu Þórir Garðarsson skrifar 1. febrúar 2019 08:45 Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar