Eignaðist tvö börn á einu ári Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 14:00 Hamingjusöm fjölskylda; frá vinstri faðirinn Þórður, svo systkinin Víkingur og Veronika og sá yngsti óskírður í faðmi Lovísu móður sinnar. MYNDIR/DAVÍÐ MÁR „Það var undarleg tilfinning að vera með nýfætt barn í fanginu og uppgötva að ég væri strax orðin ólétt á ný. Ég fékk svona nett taugaáfall en samt var barnsvonin ánægjuleg og svo innilega velkomin,“ segir Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir. Sveitastúlkan eignaðist tvo syni í fyrra, með ellefu mánaða millibili. Hún segir börnin það besta í lífinu og að ekki þurfi að skammast sín fyrir að stutt sé á milli þeirra. „Ég er ekki ein af þeim sem þráðu stóran barnaskara og ætlaði að eignast í mesta lagi þrjú um ævina, en nú er ég orðin þriggja barna móðir eftir þrjár meðgöngur, aðeins 22 ára,“ segir Lovísa sem verður 23 ára í mars. Fyrst fæddist frumburðurinn Veronika, 18. janúar 2016, svo Víkingur, 24. janúar 2018, og sá yngsti kom í heiminn 19. desember 2018 en hann verður skírður 10. febrúar. Því eru tæpir ellefu mánuðir á milli bræðranna. „Það var furðuleg tilhugsun að vera komin með annað barn á innan við ári. Víkingur fæddist algjör hlunkur og það seig alltaf meira og meira í að halda á honum eftir því sem bumban á mér stækkaði. Ég er ótrúlega forvitin og vildi vita kynið á öllum börnunum en mér var alveg sama af hvoru kyninu þau yrðu. Mér þótti þó gaman að það yrðu bræður sem fæddust á sama árinu. Það verður svo skemmtilegt fyrir þá þegar þeir verða eldri, að vera í sama bekk, fermast saman og vera kannski í sama flokki í fótbolta,“ segir Lovísa dreymin.Það er skemmtilega mikill munur á bræðrunum þótt báðir hafi fæðst í fyrra.Gæi með langbesta knúsið Lovísa Heiðrún er sveitastúlka frá bænum Melstað austan við Héraðsvötn í Skagafirði. „Ég kem úr fimm systkina hópi og er yngsta systir mín sex ára. Á bænum búa foreldrar mínir, afi og amma og systkinin en draumur minn er að flytja einn daginn austur yfir Vötnin. Ég hef bara ekki enn fundið rétta húsnæðið og enn um sinn verðum við fjölskyldan á Króknum þar sem við höfum gert upp gamalt hús,“ segir Lovísa sem kynntist manni sínum, Sauðkræklingnum Þórði Grétari Árnasyni, á djamminu þegar hann var í skóla fyrir sunnan. „Þórður er fjórtán árum eldri. Ég kolféll fyrir honum því hann var svo góður og ljúfur við mig og svo fannst mér hann líka svo sætur! Þórður er rólegur og nettur gæi með langbesta knúsið,“ segir Lovísa og hlær af hamingju. Þórður verður í fæðingarorlofi þar til í mars en hann er sjómaður á togaranum Arnari. „Það hefur verið gott að hafa Þórð heima en ömmur og afar eru líka dugleg að hlaupa undir bagga og við erum með mjög gott bakland sem er auðvitað mikilvægt og dýrmætt. Við Þórður erum samhent með börnin og skiptum okkur á milli drengjanna sem vakna einu sinni á nóttu, sá eldri til að fá snuðið sitt og sá yngri til að drekka. Við sofum því öll vel og hjálpumst að; allt gengur upp og lífið er yndislegt.“Hræddist skoðanir annarra Í litlu bæjarfélagi þar sem allir þekkja alla segir Lovísa marga hafa hneykslast á því þegar hún varð ólétt aftur svo nýbúin að eignast barn. „Það vakti eftirtekt í jafn litlu samfélagi og á Króknum og ég tók það svolítið inn á mig hvernig fólk talaði. Það var þó aðallega ókunnugt fólk sem fussaði og sveiaði og sumir spurðu hvort Þórður hefði farið upp á mig á fæðingardeildinni. Það var auðvitað afskaplega dónalegt sem og fleiri athugasemdir og ég hræddist skoðanir annarra. Þótt þær eigi ekki að skipta máli koma þær við mann. Maður á hins vegar ekki að þurfa að skammast sín. Það besta í lífinu eru börnin manns, sama hversu stutt er á milli þeirra,“ segir Lovísa. Hún nýtur sín í móðurhlutverkinu. „Ég lifi fyrir börnin mín og það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með þeim. Veronika fór ekki í leikskóla fyrr en í fyrrahaust, þá orðin tveggja og hálfs árs, og það voru forréttindi að vera með hana heima og eiga dagana með henni. Hún fékk leikskólapláss 18 mánaða og margir urðu hneykslaðir á að hún færi ekki í leikskólann þá en Veronika var bara ekkert fyrir mér, jafnvel þótt ég hafi verið ólétt og að gera upp hús. Ég er líka mikið í sveitinni með fjölskyldunni og vildi hafa hana með. Það getur varla verið verra fyrir barn að vera með stórfjölskyldunni sinni en í vistun í leikskóla. Þessi tími kemur ekki aftur í lífi barnsins og það er einstakt að mega horfa á börnin sín stækka og þroskast og fyrir ömmur og afa að njóta samvista með þeim.“Börn eru engin hindrun Barneignum Íslendinga fækkar og íslenskar konur draga úr hófi fram að eignast börn. Um það hefur Lovísa að segja: „Flestar ungar konur vilja mennta sig fyrst, ferðast um heiminn, djamma og hlaupa af sér hornin en það er allt hægt þótt maður eigi börn,“ segir Lovísa. „Sumir líta á það sem heimsendi að eignast börn ungur og halda að lífið taki algjöra u-beygju en ég get staðfest, orðin þriggja barna móðir 22 ára, að lítið barn eða börn eru engin fyrirstaða. Sumt þarf að bíða en það er líka allt í lagi. Allt lífið er fram undan og nægur tíminn. Það er líka kostur að koma með börnin snemma því þá fær maður lengri tíma saman ef gæfan er manni hliðholl.“ Lovísa var rétt komin af barnsaldri þegar hún varð ófrísk, nýorðin nítján ára. Hún vann þá á samningi sem hárgreiðslunemi en er nú stopp í náminu vegna barneigna. „Mér fannst ég alveg nógu fullorðin til að verða móðir og maður þroskast auðvitað mikið við það að eignast barn. Mér finnst alls ekki erfitt að vera móðir og lífið er ekki búið þótt maður eignist barn, þvert á móti verður það ríkulegra. Maður getur gert allt þótt maður eigi börn og það er yndislegt að hafa þau samferða manni í lífinu. Maður þarf bara að gæta þess að fá stundum tíma fyrir sjálfan sig og þá fær maður pössun og nýtur þess enn meir sem maður er að gera.“ Í augnablikinu segist Lovísa þó ekki geta gert allt sem jafnaldrar hennar gera sér til gamans og skemmtunar. „En sá kemur dagur og ég verð búin með ungbarnapakkann þegar aðrir fara í gegnum hann. Það eru svo margir kostir að vera ung mamma, maður er hraustari og sprækari og ég er fegin að vera búin þótt maður eigi aldrei að segja aldrei né útiloka neitt þegar kemur að barneignum,“ segir Lovísa brosmild með yngsta son sinn í fanginu. „Börnin voru fyrstu átta vikurnar á brjósti og fengu svo pela með. Þessi litli þyngist hratt og stefnir í að verða smá kubbur eins og bróðir hans, en þegar ég ber saman mál og vog sést að bræðurnir eru svipaðir á kúrfunni.“ Víkingur fylgist athugull með móður sinni og bróður. „Það er ótrúlegt að sjá mun á vexti og þroska barns á aðeins einu ári. Veronika fæddist öll minni og nettari og þau Víkingur eru nú næstum jafn stór. Það er svo fagurt að sjá samneyti systkinanna. Víkingur gefur litla bróður sínum gaum, segir blíðlega aaaah við hann og skynjar að hann sé lítill og viðkvæmur. Systkinakærleikurinn leynir sér ekki,“ segir Lovísa sæl með barnahópinn sinn. „Í veganesti út í lífið vil ég að börnin læri að bera virðingu fyrir náunganum og að mistök séu til þess að læra af þeim. Við Þórður þurfum svo að læra að vera við tvö án þess að ég sé ólétt eða nýbúin að eignast barn. Við vorum svo nýlega byrjuð saman þegar ég varð ólétt að Veroniku og þekkjum ekki annað en að ég sé ólétt. Við erum því heppin að vera náin, samhent og samstíga þegar allt kemur til alls!“ Börn og uppeldi Skagafjörður Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Það var undarleg tilfinning að vera með nýfætt barn í fanginu og uppgötva að ég væri strax orðin ólétt á ný. Ég fékk svona nett taugaáfall en samt var barnsvonin ánægjuleg og svo innilega velkomin,“ segir Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir. Sveitastúlkan eignaðist tvo syni í fyrra, með ellefu mánaða millibili. Hún segir börnin það besta í lífinu og að ekki þurfi að skammast sín fyrir að stutt sé á milli þeirra. „Ég er ekki ein af þeim sem þráðu stóran barnaskara og ætlaði að eignast í mesta lagi þrjú um ævina, en nú er ég orðin þriggja barna móðir eftir þrjár meðgöngur, aðeins 22 ára,“ segir Lovísa sem verður 23 ára í mars. Fyrst fæddist frumburðurinn Veronika, 18. janúar 2016, svo Víkingur, 24. janúar 2018, og sá yngsti kom í heiminn 19. desember 2018 en hann verður skírður 10. febrúar. Því eru tæpir ellefu mánuðir á milli bræðranna. „Það var furðuleg tilhugsun að vera komin með annað barn á innan við ári. Víkingur fæddist algjör hlunkur og það seig alltaf meira og meira í að halda á honum eftir því sem bumban á mér stækkaði. Ég er ótrúlega forvitin og vildi vita kynið á öllum börnunum en mér var alveg sama af hvoru kyninu þau yrðu. Mér þótti þó gaman að það yrðu bræður sem fæddust á sama árinu. Það verður svo skemmtilegt fyrir þá þegar þeir verða eldri, að vera í sama bekk, fermast saman og vera kannski í sama flokki í fótbolta,“ segir Lovísa dreymin.Það er skemmtilega mikill munur á bræðrunum þótt báðir hafi fæðst í fyrra.Gæi með langbesta knúsið Lovísa Heiðrún er sveitastúlka frá bænum Melstað austan við Héraðsvötn í Skagafirði. „Ég kem úr fimm systkina hópi og er yngsta systir mín sex ára. Á bænum búa foreldrar mínir, afi og amma og systkinin en draumur minn er að flytja einn daginn austur yfir Vötnin. Ég hef bara ekki enn fundið rétta húsnæðið og enn um sinn verðum við fjölskyldan á Króknum þar sem við höfum gert upp gamalt hús,“ segir Lovísa sem kynntist manni sínum, Sauðkræklingnum Þórði Grétari Árnasyni, á djamminu þegar hann var í skóla fyrir sunnan. „Þórður er fjórtán árum eldri. Ég kolféll fyrir honum því hann var svo góður og ljúfur við mig og svo fannst mér hann líka svo sætur! Þórður er rólegur og nettur gæi með langbesta knúsið,“ segir Lovísa og hlær af hamingju. Þórður verður í fæðingarorlofi þar til í mars en hann er sjómaður á togaranum Arnari. „Það hefur verið gott að hafa Þórð heima en ömmur og afar eru líka dugleg að hlaupa undir bagga og við erum með mjög gott bakland sem er auðvitað mikilvægt og dýrmætt. Við Þórður erum samhent með börnin og skiptum okkur á milli drengjanna sem vakna einu sinni á nóttu, sá eldri til að fá snuðið sitt og sá yngri til að drekka. Við sofum því öll vel og hjálpumst að; allt gengur upp og lífið er yndislegt.“Hræddist skoðanir annarra Í litlu bæjarfélagi þar sem allir þekkja alla segir Lovísa marga hafa hneykslast á því þegar hún varð ólétt aftur svo nýbúin að eignast barn. „Það vakti eftirtekt í jafn litlu samfélagi og á Króknum og ég tók það svolítið inn á mig hvernig fólk talaði. Það var þó aðallega ókunnugt fólk sem fussaði og sveiaði og sumir spurðu hvort Þórður hefði farið upp á mig á fæðingardeildinni. Það var auðvitað afskaplega dónalegt sem og fleiri athugasemdir og ég hræddist skoðanir annarra. Þótt þær eigi ekki að skipta máli koma þær við mann. Maður á hins vegar ekki að þurfa að skammast sín. Það besta í lífinu eru börnin manns, sama hversu stutt er á milli þeirra,“ segir Lovísa. Hún nýtur sín í móðurhlutverkinu. „Ég lifi fyrir börnin mín og það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með þeim. Veronika fór ekki í leikskóla fyrr en í fyrrahaust, þá orðin tveggja og hálfs árs, og það voru forréttindi að vera með hana heima og eiga dagana með henni. Hún fékk leikskólapláss 18 mánaða og margir urðu hneykslaðir á að hún færi ekki í leikskólann þá en Veronika var bara ekkert fyrir mér, jafnvel þótt ég hafi verið ólétt og að gera upp hús. Ég er líka mikið í sveitinni með fjölskyldunni og vildi hafa hana með. Það getur varla verið verra fyrir barn að vera með stórfjölskyldunni sinni en í vistun í leikskóla. Þessi tími kemur ekki aftur í lífi barnsins og það er einstakt að mega horfa á börnin sín stækka og þroskast og fyrir ömmur og afa að njóta samvista með þeim.“Börn eru engin hindrun Barneignum Íslendinga fækkar og íslenskar konur draga úr hófi fram að eignast börn. Um það hefur Lovísa að segja: „Flestar ungar konur vilja mennta sig fyrst, ferðast um heiminn, djamma og hlaupa af sér hornin en það er allt hægt þótt maður eigi börn,“ segir Lovísa. „Sumir líta á það sem heimsendi að eignast börn ungur og halda að lífið taki algjöra u-beygju en ég get staðfest, orðin þriggja barna móðir 22 ára, að lítið barn eða börn eru engin fyrirstaða. Sumt þarf að bíða en það er líka allt í lagi. Allt lífið er fram undan og nægur tíminn. Það er líka kostur að koma með börnin snemma því þá fær maður lengri tíma saman ef gæfan er manni hliðholl.“ Lovísa var rétt komin af barnsaldri þegar hún varð ófrísk, nýorðin nítján ára. Hún vann þá á samningi sem hárgreiðslunemi en er nú stopp í náminu vegna barneigna. „Mér fannst ég alveg nógu fullorðin til að verða móðir og maður þroskast auðvitað mikið við það að eignast barn. Mér finnst alls ekki erfitt að vera móðir og lífið er ekki búið þótt maður eignist barn, þvert á móti verður það ríkulegra. Maður getur gert allt þótt maður eigi börn og það er yndislegt að hafa þau samferða manni í lífinu. Maður þarf bara að gæta þess að fá stundum tíma fyrir sjálfan sig og þá fær maður pössun og nýtur þess enn meir sem maður er að gera.“ Í augnablikinu segist Lovísa þó ekki geta gert allt sem jafnaldrar hennar gera sér til gamans og skemmtunar. „En sá kemur dagur og ég verð búin með ungbarnapakkann þegar aðrir fara í gegnum hann. Það eru svo margir kostir að vera ung mamma, maður er hraustari og sprækari og ég er fegin að vera búin þótt maður eigi aldrei að segja aldrei né útiloka neitt þegar kemur að barneignum,“ segir Lovísa brosmild með yngsta son sinn í fanginu. „Börnin voru fyrstu átta vikurnar á brjósti og fengu svo pela með. Þessi litli þyngist hratt og stefnir í að verða smá kubbur eins og bróðir hans, en þegar ég ber saman mál og vog sést að bræðurnir eru svipaðir á kúrfunni.“ Víkingur fylgist athugull með móður sinni og bróður. „Það er ótrúlegt að sjá mun á vexti og þroska barns á aðeins einu ári. Veronika fæddist öll minni og nettari og þau Víkingur eru nú næstum jafn stór. Það er svo fagurt að sjá samneyti systkinanna. Víkingur gefur litla bróður sínum gaum, segir blíðlega aaaah við hann og skynjar að hann sé lítill og viðkvæmur. Systkinakærleikurinn leynir sér ekki,“ segir Lovísa sæl með barnahópinn sinn. „Í veganesti út í lífið vil ég að börnin læri að bera virðingu fyrir náunganum og að mistök séu til þess að læra af þeim. Við Þórður þurfum svo að læra að vera við tvö án þess að ég sé ólétt eða nýbúin að eignast barn. Við vorum svo nýlega byrjuð saman þegar ég varð ólétt að Veroniku og þekkjum ekki annað en að ég sé ólétt. Við erum því heppin að vera náin, samhent og samstíga þegar allt kemur til alls!“
Börn og uppeldi Skagafjörður Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira