Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist umfram spár Sighvatur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Afkastageta Hellisheiðarvirkjunar eykst um 30% í kjölfar stækkunar sem ljúka á við síðar á árinu. Fréttablaðið/Ernir Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur. Reykjavík Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur.
Reykjavík Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent