Tveimur pottum og vaðlaug lokað í Vesturbæjarlaug vegna kuldans Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Heitasti potturinn sést hér í forgrunni og plastpotturinn Örlygshöfn er aftast á mynd. Þeim hefur báðum verið lokað vegna kuldans. Mynd/Reykjavíkurborg Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.
Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40
Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36