Lauslátasta nunnan í klaustrinu Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu?
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun