Lauslátasta nunnan í klaustrinu Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun