Lauslátasta nunnan í klaustrinu Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu?
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun