Erlent

Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim

Andri Eysteinsson skrifar
Frans páfi heldur tölu í flugvél Páfagarðs
Frans páfi heldur tölu í flugvél Páfagarðs EPA/Tony Gentile
Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. Frans verður fyrsti páfinn til að heimsækja Arabíuskagann heim. Frans þáði boð krónprinsins af Abu Dhabi, Mohammed bin Zayed al-Nayhan, um að taka þátt í fjöl-trúarbragðaráðstefnu.

Auk þátttöku páfa í ráðstefnunni mun hann halda messu næsta þriðjudag og er búist við um 120.000 messugestum. BBC greinir frá.

Við brottför páfa frá Vatíkaninu minntist hann á ástandið í Jemen en hann hefur áður fordæmt átökin sem þar eiga sér stað. Páfi sagði landsmenn vera uppgefna á átökunum og að guði bærust köll þeirra.

Að sögn BBC vonast Páfagarður til þess að heimsókn Páfa til Furstadæmanna liðki fyrir um byggingu kirkna á Arabíuskaga, sérstaklega í Sádi-Arabíu, hvar bænahús annarra en múslima eru með öllu bönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×