Innlent

Þrjú færð til skoðunar eftir tveggja bíla árekstur við Hveragerði

Andri Eysteinsson skrifar
Þrjú voru færð til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þrjú voru færð til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm
Tveggja bíla árekstur varð rétt austan við Hveragerði rétt eftir klukkan 16 í dag. Lögreglan á Suðurlandi segir tildrög slyssins ekki ljós en mikil hálka er á svæðinu. Í öðrum bílnum var ökumaður einn á ferð en farþegi var meðferðis í hinum.

Ökumennirnir og farþeginn voru fluttir með minniháttar meiðsli til skoðunar á heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Einhverjar tafir urðu á umferð vegna árekstursins en annar bílanna hafnaði utan vegar og valt.

Erill hefur verið í sjúkraflutningum á Suðurlandi í dag. Auk árekstursins var konu bjargað úr fjörunni við Þorlákshöfn. Einnig barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynningar um ferðamann sem hrasað hafði við Geysi og hlaut við fallið meiðsli á handlegg, þar að auki féll kona af hestbaki á svæðinu í dag og er líklega fótbrotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×