Myndlist mikils metin Hjálmar Sveinsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Styttur og útilistaverk Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun