

Bjóðum út bílastæðin
Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi.
Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif.
Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta.
Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu.
Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík.
Skoðun

Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Haraldur Ólafsson skrifar

Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Tannheilsa skiptir höfuð máli
Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar

Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins
Viðar Halldórsson skrifar

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun
Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar

125 hjúkrunarrými til reiðu
Aríel Pétursson skrifar

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Værum öruggari utan Schengen
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum
Ingrid Kuhlman skrifar

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Byggð á Geldinganesi?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Að toga í sömu átt
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Ólafur Stephensen skrifar

„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“
Nichole Leigh Mosty skrifar

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Sameinuð gegn landamæraofbeldi
Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar

Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af!
Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar