Crossfit kempa gengur til liðs við Völku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:49 Leifur Geir er kominn á bólakaf í hátæknilausnir fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völku sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrirfiskvinnslur. Undanfarin fimm ár hefur Leifur Geir starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs en hefur jafnframt starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í gegnum eigið félag. Leifur Geir lauk doktorsgráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech háskólanum auk BSc gráðu í tæknilegri eðlisfræði og kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands. Í doktorsnáminu lagði Leifur Geir áherslu á hvatningu í starfi, markmiðasetningu, notkun sálfræðilegra prófa í ráðningum ásamt aðferðafræði og tölfræðirannsókna. Hann hóf störf í mannauðsmálum árið 1998 sem starfsmannastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Álits ehf., sem var hið fyrsta sinnar tegundar í útvistun tölvureksturs. Eftir doktorsnám starfaði Leifur Geir sem lektor og dósent í Háskólanum í Reykjavík frá 2004 – 2010 og hefur undanfarin ár kennt námskeið á meistarastigi í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun sem stundakennari við skólann. Leifur Geir stofnaði fyrstu Crossfit stöð Íslands í Sporthúsinu árið 2008 og átti ríkan þátt í uppbyggingu Crossfit íþróttarinnar á Íslandi. Eftir farsæla uppbyggingu var stöðin seld eigendum Sporthússins sem reka hana enn í dag. Á sínum yngri árum lék Leifur Geir fótbolta með meistaraflokki ÍBV og Stjörnunnar og skoraði 33 mörk í 101 leik í efstu deild. Hann lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli með ÍBV 1997. „Það er mikið gleðiefni fyrir Völku að fá Leif Geir í okkar góða hóp starfsmanna. Valka hefur vaxið hratt síðustu árin og eru starfsmenn fyrirtækisins nú um áttatíu. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum enn frekar á komandi misserum og því mikill happafengur að fá jafn reynda manneskju í það verkefni og Leif Geir. Ég býð hann því hjartanlega velkominn í hópinn,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Sjávarútvegur Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir "Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53 Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53 Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05 Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira
Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völku sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrirfiskvinnslur. Undanfarin fimm ár hefur Leifur Geir starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs en hefur jafnframt starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í gegnum eigið félag. Leifur Geir lauk doktorsgráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech háskólanum auk BSc gráðu í tæknilegri eðlisfræði og kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands. Í doktorsnáminu lagði Leifur Geir áherslu á hvatningu í starfi, markmiðasetningu, notkun sálfræðilegra prófa í ráðningum ásamt aðferðafræði og tölfræðirannsókna. Hann hóf störf í mannauðsmálum árið 1998 sem starfsmannastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Álits ehf., sem var hið fyrsta sinnar tegundar í útvistun tölvureksturs. Eftir doktorsnám starfaði Leifur Geir sem lektor og dósent í Háskólanum í Reykjavík frá 2004 – 2010 og hefur undanfarin ár kennt námskeið á meistarastigi í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun sem stundakennari við skólann. Leifur Geir stofnaði fyrstu Crossfit stöð Íslands í Sporthúsinu árið 2008 og átti ríkan þátt í uppbyggingu Crossfit íþróttarinnar á Íslandi. Eftir farsæla uppbyggingu var stöðin seld eigendum Sporthússins sem reka hana enn í dag. Á sínum yngri árum lék Leifur Geir fótbolta með meistaraflokki ÍBV og Stjörnunnar og skoraði 33 mörk í 101 leik í efstu deild. Hann lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli með ÍBV 1997. „Það er mikið gleðiefni fyrir Völku að fá Leif Geir í okkar góða hóp starfsmanna. Valka hefur vaxið hratt síðustu árin og eru starfsmenn fyrirtækisins nú um áttatíu. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum enn frekar á komandi misserum og því mikill happafengur að fá jafn reynda manneskju í það verkefni og Leif Geir. Ég býð hann því hjartanlega velkominn í hópinn,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku.
Sjávarútvegur Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir "Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53 Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53 Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05 Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira
"Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53
Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53
Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05
Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25