Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2019 13:08 Blint var og keyrði önnur rútan í flóðið en það náðist að kippa rútunni úr skaflinum og komu þá moksturstæki og ruddu veginn. Helga Snævarr segir þetta lífsreynslu sem gleymist seint. Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38