Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2019 13:08 Blint var og keyrði önnur rútan í flóðið en það náðist að kippa rútunni úr skaflinum og komu þá moksturstæki og ruddu veginn. Helga Snævarr segir þetta lífsreynslu sem gleymist seint. Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38