Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 08:44 Móðir frá Hondúras ræðir við landamæravörð eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó í Texas. AP/David J. Phillip Gríðarlega vinnu þyrfti til að sameina fjölskyldur sem Bandaríkjastjórn sundraði með aðskilnaðarstefnu sinni á suðurlandamærunum og börnin yrðu fyrir sálrænum skaða ef þau yrðu tekin af fósturfjölskyldum. Þetta er á meðal raka sem ríkisstjórn Trump forseta hefur lagt fram fyrir dómi gegn því að hún verði skikkuð til að koma þúsundum barna innflytjenda aftur í hendur foreldra sinna. Þúsundir barna voru tekin af foreldrum sínum á landamærunum þegar ríkisstjórn Donalds Trump tók upp nýja stefnu um að handtaka og ákæra alla þá sem komu ólöglega yfir þau í fyrra. Stefnan var svo óvinsæl að Trump gaf út tilskipun um að binda enda á hana í flýti síðasta sumar. Dómari í San Diego gerði alríkisstjórninni að skila börnunum sem hún væri með í haldi til foreldra sinna í júní í fyrra. Eftir að innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að mun fleiri börn hefðu verið tekin af foreldrunum sínum en áður hafði verið greint frá í skýrslu í síðasta mánuði kröfðu dómstólar ríkisstjórnina um greinargerð í málinu. Upphaflega sögðust stjórnvöld hafa tekið rúmlega 2.700 börn frá foreldrum sínum en ljóst er að þau eru þúsundum fleiri. Í áliti Jonathans White, sem stýrir tilraunum ráðuneytisins til þess að sameina fjölskyldur innflytjenda, kemur fram að jafnvel þó að hægt væri að koma börnunum aftur til foreldra sinna myndi það líklega skaða þau „tilfinningalega“ að taka þau af fósturforeldrunum sem þeim var komið fyrir hjá. Sagði White að ráðuneytið myndi setja í forgang að koma börnum sem það hefur í haldi til foreldra sinna, ekki þeim sem eru í fóstri, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Það myndi raska varanleika núverandi heimaumhverfis þeirra og gæti valdið börnunum áfalli,“ sagði White í greinargerðinni sem var skilað á föstudag.Sögð sláandi játning á viljaleysi ríkisstjórnarinnar Ráðuneytið segir að yfirgnæfandi meirihluti barnanna hafi farið til skyldmenna sinna í fóstur. Í meira en helmingi tilvika voru börnin send til annarra en foreldra sinna í fyrra. Jallyn Sualog, aðstoðarforstöðumaður flóttamannahjálpar ráðuneytisins, sagði í greinargerðinni að ríkisstjórnin hefði ekki lagalegar heimildir til að taka börn af fósturfjölskyldum og að það gæti verið „sundrandi og skaðlegt“ fyrir börnin. „Að sundra fjölskyldusambandi er ekki barnaverndaraðgerð sem mælt er með,“ sagði hún. Þá benti hún á hversu langan tíma það tæki fyrir ráðuneytið að fara yfir öll mál þess fram að dómsúrskurðinum um að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar. Þyrfti ráðuneytið að ráðast í það verk myndi það stefna rekstri þess í „verulega hættu“ nema að fjölgað yrði hratt og verulega í starfsliðinu. Borgararéttindabandalag Bandaríkjanna (ACLU) krefjast þess að börnum sem voru send í fóstur verði einnig skilað til foreldra sinna. Krafa þeirra verður tekin fyrir síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð ríkisstjórnar Trump eru sláandi viðurkenning á því að hún geti ekki haft uppi á þúsundum barna sem hún reif af foreldrum sínum á auðveldan hátt og að hún telji ekki tímans virði að hafa uppi á þeim,“ segir Lee Gelernt, lögmaður ACLU í málinu. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Gríðarlega vinnu þyrfti til að sameina fjölskyldur sem Bandaríkjastjórn sundraði með aðskilnaðarstefnu sinni á suðurlandamærunum og börnin yrðu fyrir sálrænum skaða ef þau yrðu tekin af fósturfjölskyldum. Þetta er á meðal raka sem ríkisstjórn Trump forseta hefur lagt fram fyrir dómi gegn því að hún verði skikkuð til að koma þúsundum barna innflytjenda aftur í hendur foreldra sinna. Þúsundir barna voru tekin af foreldrum sínum á landamærunum þegar ríkisstjórn Donalds Trump tók upp nýja stefnu um að handtaka og ákæra alla þá sem komu ólöglega yfir þau í fyrra. Stefnan var svo óvinsæl að Trump gaf út tilskipun um að binda enda á hana í flýti síðasta sumar. Dómari í San Diego gerði alríkisstjórninni að skila börnunum sem hún væri með í haldi til foreldra sinna í júní í fyrra. Eftir að innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að mun fleiri börn hefðu verið tekin af foreldrunum sínum en áður hafði verið greint frá í skýrslu í síðasta mánuði kröfðu dómstólar ríkisstjórnina um greinargerð í málinu. Upphaflega sögðust stjórnvöld hafa tekið rúmlega 2.700 börn frá foreldrum sínum en ljóst er að þau eru þúsundum fleiri. Í áliti Jonathans White, sem stýrir tilraunum ráðuneytisins til þess að sameina fjölskyldur innflytjenda, kemur fram að jafnvel þó að hægt væri að koma börnunum aftur til foreldra sinna myndi það líklega skaða þau „tilfinningalega“ að taka þau af fósturforeldrunum sem þeim var komið fyrir hjá. Sagði White að ráðuneytið myndi setja í forgang að koma börnum sem það hefur í haldi til foreldra sinna, ekki þeim sem eru í fóstri, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Það myndi raska varanleika núverandi heimaumhverfis þeirra og gæti valdið börnunum áfalli,“ sagði White í greinargerðinni sem var skilað á föstudag.Sögð sláandi játning á viljaleysi ríkisstjórnarinnar Ráðuneytið segir að yfirgnæfandi meirihluti barnanna hafi farið til skyldmenna sinna í fóstur. Í meira en helmingi tilvika voru börnin send til annarra en foreldra sinna í fyrra. Jallyn Sualog, aðstoðarforstöðumaður flóttamannahjálpar ráðuneytisins, sagði í greinargerðinni að ríkisstjórnin hefði ekki lagalegar heimildir til að taka börn af fósturfjölskyldum og að það gæti verið „sundrandi og skaðlegt“ fyrir börnin. „Að sundra fjölskyldusambandi er ekki barnaverndaraðgerð sem mælt er með,“ sagði hún. Þá benti hún á hversu langan tíma það tæki fyrir ráðuneytið að fara yfir öll mál þess fram að dómsúrskurðinum um að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar. Þyrfti ráðuneytið að ráðast í það verk myndi það stefna rekstri þess í „verulega hættu“ nema að fjölgað yrði hratt og verulega í starfsliðinu. Borgararéttindabandalag Bandaríkjanna (ACLU) krefjast þess að börnum sem voru send í fóstur verði einnig skilað til foreldra sinna. Krafa þeirra verður tekin fyrir síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð ríkisstjórnar Trump eru sláandi viðurkenning á því að hún geti ekki haft uppi á þúsundum barna sem hún reif af foreldrum sínum á auðveldan hátt og að hún telji ekki tímans virði að hafa uppi á þeim,“ segir Lee Gelernt, lögmaður ACLU í málinu.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11