Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Kristján Ómar Björnsson er heilsustjóri Nú. Fréttablaðið/Valli Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira