Með allt niður um sig en 2.600 milljarða hagnað Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun