Kvennaslægð Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun