Kom að árásarmanninum taka piltinn hálstaki Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 11:17 Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó kom að árásinni í Kópavogi í gærkvöldi. Mynd/Samsett Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17