Sjáðu LeBron og Giannis velja stjörnuliðin sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 LeBron James og Giannis skemmtu sér bara ágætlega. skjáskot/nba LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Sjá meira
LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Sjá meira