Sjáðu LeBron og Giannis velja stjörnuliðin sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 LeBron James og Giannis skemmtu sér bara ágætlega. skjáskot/nba LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis. NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis.
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira