Fengu ekki vinnu en urðu hamingjusamari á borgaralaunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 00:01 Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. vísir/epa Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen. Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen.
Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30
Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30