Ættum við að veiða hvali? Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun