Karlmenn efla líka tengslanetið við konur Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun