Kínversku mýsnar og verðbólgan Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun