Valkostur fyrir viðskiptalífið Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun