Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 15:41 Páll er afar ósáttur við flokkssystur sína, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, sem nú hefur gripið til þess að kalla sýslumanninn í Eyjum til annarra starfa. Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“ Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“
Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira