Kjarabarátta háskólanema Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. skrifar 30. janúar 2019 17:15 Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skóla - og menntamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun