Kjarabarátta háskólanema Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. skrifar 30. janúar 2019 17:15 Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skóla - og menntamál Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun