Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 20:27 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“ Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“
Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41